Hamilton gleymir ekki börnunum 25. júní 2007 12:45 AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi. Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi.
Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira