Innlánsvöxtur gjörbyltir fjármögnun 4. maí 2007 05:30 Landsbankinn hagnaðist um 13.760 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst hagnaður bankans saman um fjögur prósent á milli ára. Samdráttur hagnaðar skýrist af lægri gengishagnaði. Arðsemi eigin fjár var 45,2 prósent á ársgrundvelli. Uppgjörið var vel yfir meðaltalsspá bankanna sem hljóðaði upp á 11.215 milljónir króna. Landsbankinn hækkaði um 1,58 prósent í gær og stóð gengið í 35,3 krónum á hlut. Bankastjórinn Sigurjón Þ. Árnason er ánægður með afkomuna og segir að vel gangi jafnt innan- sem utanlands. „En stærsta fréttin, fyrir utan hvað er góður hagnaður af rekstri bankans, er sú gjörbylting sem er búin að eiga sér stað á fjármögnun efnahagsreikningsins. Sjáðu að innlánin eru orðin meiri heldur lántakan,“ bendir hann á. Innlán frá viðskiptavinum, sem koma að mestu leyti frá almenningi í Bretlandi, voru komin í 913 milljarða í lok mars á móti 904 milljörðum í lántöku. Nú eru innlán um 62 prósent af öllum útlánum og hafa vaxið um 230 milljarða á einu ári. Landsbankinn hefur ekki farið í eina einustu skuldabréfaútgáfu erlendis á árinu, enda ekki þurft þess að sögn Sigurjóns. Hreinar rekstartekjur bankans hækkuðu um níu prósent á milli ára, úr 26,9 milljörðum í 29,4 milljarða, og voru tekjur af erlendri starfsemi 42 prósent heildartekna. Töluverður vöxtur varð á grunntekjum bankans, vaxta- og þóknunartekjum, um 31 prósent á milli ára og um sautján prósent frá fjórða ársfjórðungi 2006. Hreinar vaxtatekjur voru um 10,9 milljarðar, en hreinar þóknunartekjur voru um 9,8 milljarðar og hækkuðu um 42 prósent. Sigurjón bendir á að lág verðbólga hafi hafi bitnað á grunnafkomunni þar sem bankinn eigi meiri verðtryggðar eignir en skuldir. Færir hann rök fyrir því bankinn hafi tapað tveimur milljörðum króna á því að fjármagna mismuninn með óverðtryggðum vöxtum við núverandi vaxtastig. Gengishagnaður var 8,8 milljarðar og dróst saman um fimmtung á milli ára. Rekstrarkostnaður óx hratt hjá Landsbankanum, eins og hjá hinum viðskiptabönkunum. Hann var 12,4 milljarðar og jókst um 54 prósent á milli ára. Sigurjón segir að bankinn sé að vaxa og fjárfesta í nýju fólki sem auki hagnað til framtíðar. Þá aukist launagreiðslur með góðum árangri. Í lok mars voru heildareignir bankans komnar í 2.317 milljarða króna og höfðu vaxið um sjö prósent frá ársbyrjun. Eigið fé bananks var 150 milljarðar. Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæðunnar var 13,4 prósent í lok mars. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 13.760 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst hagnaður bankans saman um fjögur prósent á milli ára. Samdráttur hagnaðar skýrist af lægri gengishagnaði. Arðsemi eigin fjár var 45,2 prósent á ársgrundvelli. Uppgjörið var vel yfir meðaltalsspá bankanna sem hljóðaði upp á 11.215 milljónir króna. Landsbankinn hækkaði um 1,58 prósent í gær og stóð gengið í 35,3 krónum á hlut. Bankastjórinn Sigurjón Þ. Árnason er ánægður með afkomuna og segir að vel gangi jafnt innan- sem utanlands. „En stærsta fréttin, fyrir utan hvað er góður hagnaður af rekstri bankans, er sú gjörbylting sem er búin að eiga sér stað á fjármögnun efnahagsreikningsins. Sjáðu að innlánin eru orðin meiri heldur lántakan,“ bendir hann á. Innlán frá viðskiptavinum, sem koma að mestu leyti frá almenningi í Bretlandi, voru komin í 913 milljarða í lok mars á móti 904 milljörðum í lántöku. Nú eru innlán um 62 prósent af öllum útlánum og hafa vaxið um 230 milljarða á einu ári. Landsbankinn hefur ekki farið í eina einustu skuldabréfaútgáfu erlendis á árinu, enda ekki þurft þess að sögn Sigurjóns. Hreinar rekstartekjur bankans hækkuðu um níu prósent á milli ára, úr 26,9 milljörðum í 29,4 milljarða, og voru tekjur af erlendri starfsemi 42 prósent heildartekna. Töluverður vöxtur varð á grunntekjum bankans, vaxta- og þóknunartekjum, um 31 prósent á milli ára og um sautján prósent frá fjórða ársfjórðungi 2006. Hreinar vaxtatekjur voru um 10,9 milljarðar, en hreinar þóknunartekjur voru um 9,8 milljarðar og hækkuðu um 42 prósent. Sigurjón bendir á að lág verðbólga hafi hafi bitnað á grunnafkomunni þar sem bankinn eigi meiri verðtryggðar eignir en skuldir. Færir hann rök fyrir því bankinn hafi tapað tveimur milljörðum króna á því að fjármagna mismuninn með óverðtryggðum vöxtum við núverandi vaxtastig. Gengishagnaður var 8,8 milljarðar og dróst saman um fimmtung á milli ára. Rekstrarkostnaður óx hratt hjá Landsbankanum, eins og hjá hinum viðskiptabönkunum. Hann var 12,4 milljarðar og jókst um 54 prósent á milli ára. Sigurjón segir að bankinn sé að vaxa og fjárfesta í nýju fólki sem auki hagnað til framtíðar. Þá aukist launagreiðslur með góðum árangri. Í lok mars voru heildareignir bankans komnar í 2.317 milljarða króna og höfðu vaxið um sjö prósent frá ársbyrjun. Eigið fé bananks var 150 milljarðar. Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæðunnar var 13,4 prósent í lok mars.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira