Viðskipti erlent

Minni bílasala vestra

Sala á bílum undir merkjum General Motors dróst saman um 12,9 prósent á milli ára í apríl. Bílasala í Bandaríkjunum hefur ekki verið minni í tæp tvö ár.
Sala á bílum undir merkjum General Motors dróst saman um 12,9 prósent á milli ára í apríl. Bílasala í Bandaríkjunum hefur ekki verið minni í tæp tvö ár.

Sala á nýjum bílum dróst saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið með minna móti í tæp tvö ár. Samdrátturinn var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára.

Hátt eldsneytisverð vestanhafs og verri skuldastaða Bandaríkjamanna er sögð helsta ástæðan fyrir samdrættinum.

Sala minnkaði hjá flestum bílaframleiðendum, jafnt þarlendum sem erlendum, en sala á nýjum bílum frá Toyota hefur ekki verið minni í tvö ár. Undantekning var hins vegar hjá Daimler-Chrysler er sala á nýjum bílum hjá fyrirtækinu jókst um 1,2 prósent í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×