Viðskipti innlent

Nýr banki hefur störf

Ómar Sigtryggsson framkvæmdarstjóri markaðsviðskipta, Geir Gíslason framkvæmdastjóri útlánasviðs, Hersir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri áhættustýringar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri, Rúnar Friðriksson framkvæmdastjóri eigin viðskipta og Helga Hlín Hákonardóttir framkvæmdastjóri lögfræðisviðs.
Ómar Sigtryggsson framkvæmdarstjóri markaðsviðskipta, Geir Gíslason framkvæmdastjóri útlánasviðs, Hersir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri áhættustýringar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri, Rúnar Friðriksson framkvæmdastjóri eigin viðskipta og Helga Hlín Hákonardóttir framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. MYND/Heiða

Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur í dag störf í kjölfar þess að bankinn fékk í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital lofar gott samstarf við Fjármálaeftirlitið og segir kraftaverki líkast hversu hratt hafi gengið að ganga frá leyfinu. Í dag eru sléttir sjö mánuðir frá tilkynningu um stofnun bankans og um fimm mánuðir frá því lögð var inn umsókn um fjárfestingarbankaleyfi.

Bankinn kynnti starfsemi sína í höfuðstöðvum sínum á Akureyri í gær, en hann sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf, útlánum og verðbréfamiðlun. Þá segir Þorvaldur bankanum verða beitt í fjárfestingum með viðskiptavinum hans.

Auk höfuðstöðvanna er Saga Capital með skrifstofu í Reykjavík og hyggjur á stofnun skrifstofu í Eystrasaltslöndunum í náinni framtíð. „Eystrasaltið er að mörgu leyti á sama stað og Ísland fyrir svona átta árum,“ segir Þorvaldur og telur að með réttum samstarfsaðila geti bankinn náð þar góðu forskoti. Þá óttast hann ekki samkeppni frá öðrum bönkum með tengsl við Ísland, líkt og Norvik Banka eða MP, sem þegar hafa haslað sér þar völl. „Þetta er eins og að moka skurð. Þeim mun fleiri hendur þeim mun betur gengur.“

Eigið fé Saga Capital er nú 10 milljarðar króna að loknu lokuðu hlutafjárútboði sem efnt var til í byrjun árs. Þorvaldur segir áhersluna á breiðan eigendhóp þar sem jafnræði ríkir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×