Viðskipti erlent

Veltumet slegin hjá OMX

OMX í Kaupmannahöfn 26. apríl var veltumesti dagurinn í sögu kauphalla OMX.
OMX í Kaupmannahöfn 26. apríl var veltumesti dagurinn í sögu kauphalla OMX.

Nokkur veltumet voru slegin í OMX-kauphöllunum á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum í síðasta mánuði.

Veltumesti dagurinn í sögu kauphallanna var 26. apríl. Hlutabréfavelta þess dags nam 795,5 milljörðum íslenskra króna. Fyrra met var slegið 28. febrúar síðastliðinn og nam 758,6 milljörðum króna.

Mánuðurinn í heild sló líka met. Á degi hverjum nam veltan að meðaltali 507,1 milljarði króna. Fyrra met var frá febrúar 2006 þegar meðalveltan nam 505,3 milljörðum króna. Undanfarna tólf mánuði hefur meðalveltan verið um 467,5 milljarðar króna á dag.

Fjöldi viðskipta á degi hverjum jókst í takti við slegið met. Á meðaldegi í apríl fóru fram um 172 þúsund viðskipti miðað við 143 þúsund tólf mánuðina á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×