Murdoch býður í Wall Street Journal 4. maí 2007 04:45 Rupert Murdoch eigandi eins stærsta fjölmiðlaveldis í heimi hefur gert rúmlega 320 milljarða króna yfirtökutilboð í útgáfufélag Wall Street Journal. Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lagði á þriðjudag fram 5 milljarða dala óformlegt yfirtökutilboð í Dow Jones, útgáfufélag samnefndrar fréttaveitu og bandaríska viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Tilboðið svarar til 320,7 milljarða íslenskra króna. Tilboð Murdochs, sem hljóðar upp á 60 dali á hlut og tæpum fjórum dölum yfir lokagengi félagsins á þriðjudag, var gert hluthöfum bréfleiðis fyrir hálfum mánuði. Ekki var greint frá því opinberlega fyrr en á þriðjudag. Fréttirnar komu sem þruma úr heiðskíru lofti og keyrðu gengi bréfa í útgáfufélaginu upp um 55 prósent. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinendum að Murdoch hafi með gjörningnum lagt línurnar fyrir yfirtökukapphlaup í útgáfufélagið. Geti svo farið að bandaríski raftækjaframleiðandinn General Electric, sem á bandarísku viðskiptasjónvarpsstöðina CNBC, og útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post bætist hugsanlega í hópinn og bjóði á móti Murdoch. Bancroft-fjölskyldan, sem á tæpan fjórðungshlut í Dow Jones og er stærsti hluthafi þess með 62 prósent atkvæðaréttar, hefur lýst yfir andstöðu sinni við tilboðið. Stjórn Dow Jones tók í sama streng á miðvikudag og lýsti því yfir að hún myndi ekki taka það til umfjöllunar. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lagði á þriðjudag fram 5 milljarða dala óformlegt yfirtökutilboð í Dow Jones, útgáfufélag samnefndrar fréttaveitu og bandaríska viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Tilboðið svarar til 320,7 milljarða íslenskra króna. Tilboð Murdochs, sem hljóðar upp á 60 dali á hlut og tæpum fjórum dölum yfir lokagengi félagsins á þriðjudag, var gert hluthöfum bréfleiðis fyrir hálfum mánuði. Ekki var greint frá því opinberlega fyrr en á þriðjudag. Fréttirnar komu sem þruma úr heiðskíru lofti og keyrðu gengi bréfa í útgáfufélaginu upp um 55 prósent. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinendum að Murdoch hafi með gjörningnum lagt línurnar fyrir yfirtökukapphlaup í útgáfufélagið. Geti svo farið að bandaríski raftækjaframleiðandinn General Electric, sem á bandarísku viðskiptasjónvarpsstöðina CNBC, og útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post bætist hugsanlega í hópinn og bjóði á móti Murdoch. Bancroft-fjölskyldan, sem á tæpan fjórðungshlut í Dow Jones og er stærsti hluthafi þess með 62 prósent atkvæðaréttar, hefur lýst yfir andstöðu sinni við tilboðið. Stjórn Dow Jones tók í sama streng á miðvikudag og lýsti því yfir að hún myndi ekki taka það til umfjöllunar.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent