Murdoch býður í Wall Street Journal 4. maí 2007 04:45 Rupert Murdoch eigandi eins stærsta fjölmiðlaveldis í heimi hefur gert rúmlega 320 milljarða króna yfirtökutilboð í útgáfufélag Wall Street Journal. Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lagði á þriðjudag fram 5 milljarða dala óformlegt yfirtökutilboð í Dow Jones, útgáfufélag samnefndrar fréttaveitu og bandaríska viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Tilboðið svarar til 320,7 milljarða íslenskra króna. Tilboð Murdochs, sem hljóðar upp á 60 dali á hlut og tæpum fjórum dölum yfir lokagengi félagsins á þriðjudag, var gert hluthöfum bréfleiðis fyrir hálfum mánuði. Ekki var greint frá því opinberlega fyrr en á þriðjudag. Fréttirnar komu sem þruma úr heiðskíru lofti og keyrðu gengi bréfa í útgáfufélaginu upp um 55 prósent. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinendum að Murdoch hafi með gjörningnum lagt línurnar fyrir yfirtökukapphlaup í útgáfufélagið. Geti svo farið að bandaríski raftækjaframleiðandinn General Electric, sem á bandarísku viðskiptasjónvarpsstöðina CNBC, og útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post bætist hugsanlega í hópinn og bjóði á móti Murdoch. Bancroft-fjölskyldan, sem á tæpan fjórðungshlut í Dow Jones og er stærsti hluthafi þess með 62 prósent atkvæðaréttar, hefur lýst yfir andstöðu sinni við tilboðið. Stjórn Dow Jones tók í sama streng á miðvikudag og lýsti því yfir að hún myndi ekki taka það til umfjöllunar. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lagði á þriðjudag fram 5 milljarða dala óformlegt yfirtökutilboð í Dow Jones, útgáfufélag samnefndrar fréttaveitu og bandaríska viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Tilboðið svarar til 320,7 milljarða íslenskra króna. Tilboð Murdochs, sem hljóðar upp á 60 dali á hlut og tæpum fjórum dölum yfir lokagengi félagsins á þriðjudag, var gert hluthöfum bréfleiðis fyrir hálfum mánuði. Ekki var greint frá því opinberlega fyrr en á þriðjudag. Fréttirnar komu sem þruma úr heiðskíru lofti og keyrðu gengi bréfa í útgáfufélaginu upp um 55 prósent. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinendum að Murdoch hafi með gjörningnum lagt línurnar fyrir yfirtökukapphlaup í útgáfufélagið. Geti svo farið að bandaríski raftækjaframleiðandinn General Electric, sem á bandarísku viðskiptasjónvarpsstöðina CNBC, og útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post bætist hugsanlega í hópinn og bjóði á móti Murdoch. Bancroft-fjölskyldan, sem á tæpan fjórðungshlut í Dow Jones og er stærsti hluthafi þess með 62 prósent atkvæðaréttar, hefur lýst yfir andstöðu sinni við tilboðið. Stjórn Dow Jones tók í sama streng á miðvikudag og lýsti því yfir að hún myndi ekki taka það til umfjöllunar.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira