Viðskipti innlent

Hlutur Bakkabræðra í Exista rýrnaði um 19 milljarða

Eign Bakkabræðra í Exista minnkaði um 19 milljarða í vikunni.
Eign Bakkabræðra í Exista minnkaði um 19 milljarða í vikunni.

Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fóru ekki varhluta af lækkuninni á mörkuðum í vikunni. Eignarhaldsfélag þeirra, Bakkabraedur Holding B.V., á 45,2% hlut í fjármálafyrirtækinu Exista sem lækkaði um 9% í vikunni. Verðmæti hlutabréfa þeirra bræðra rýrnaði við það um 19 milljarða, fór úr 189 milljörðum í 170 milljarða.

Því skal þó haldið til haga að þrátt fyrir þessa lækkun í vikunni hafa hlutabréf í Exista hækkað um rúm 47% það sem af er árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×