Markaðir jafna sig eftir dýfu 15. mars 2007 10:01 Úr Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa að mestu jafnað sig eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Nokkrir þættir skýra lækkanirnar vestanhafs í vikubyrjun sem leiddi út til alþjóðlegra markaða. Í fyrsta lagi jukust vanskil á fasteignalánamarkaði umtalsvert auk þess sem samdráttur var í smásöluverslun á sama tíma. Vanskilin voru mest á þeim lánamarkaði sem veitir þeim einstaklingum í Bandaríkjunum lán sem eiga sér slæma greiðslusögu og hafa lent á svörtum lista hjá lánastofnunum. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,1 prósent við lokun markaða í gær. Þetta er talsverður viðsnúngur frá gærdeginum en þá féll hún um tæp þrjú prósent. FTSE 100-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um 1,37 prósent. CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 1,5 prósent en DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 1,7 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær eða um tæp tvö prósent. Greinendur eru á einu máli að markaðirnir séu viðkvæmir fyrir minnstu hreyfing. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,80 prósentustig í Kauphöll Íslands það sem af er dags og stendur vísitalan nú í 7.389 stigum. Gengi hlutabréfa í flestum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni hefur hækkað í dag að Actavis undanskildu. Mest hefur gengi bréfa hækkað í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, eða um 2,15 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa að mestu jafnað sig eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Nokkrir þættir skýra lækkanirnar vestanhafs í vikubyrjun sem leiddi út til alþjóðlegra markaða. Í fyrsta lagi jukust vanskil á fasteignalánamarkaði umtalsvert auk þess sem samdráttur var í smásöluverslun á sama tíma. Vanskilin voru mest á þeim lánamarkaði sem veitir þeim einstaklingum í Bandaríkjunum lán sem eiga sér slæma greiðslusögu og hafa lent á svörtum lista hjá lánastofnunum. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,1 prósent við lokun markaða í gær. Þetta er talsverður viðsnúngur frá gærdeginum en þá féll hún um tæp þrjú prósent. FTSE 100-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um 1,37 prósent. CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 1,5 prósent en DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 1,7 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær eða um tæp tvö prósent. Greinendur eru á einu máli að markaðirnir séu viðkvæmir fyrir minnstu hreyfing. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,80 prósentustig í Kauphöll Íslands það sem af er dags og stendur vísitalan nú í 7.389 stigum. Gengi hlutabréfa í flestum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni hefur hækkað í dag að Actavis undanskildu. Mest hefur gengi bréfa hækkað í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, eða um 2,15 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira