Körfubolti

Fjöldi leikja í NBA í nótt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Chris Paul skoraði 40 stig fyrir New Orleans í nótt en Peja Stojakovic var með 21 stig í leiknum.
Chris Paul skoraði 40 stig fyrir New Orleans í nótt en Peja Stojakovic var með 21 stig í leiknum.

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Erfitt er að halda jólin hátíðleg hjá Chicago Bulls sem tapaði á sannfærandi hátt fyrir San Antonio Spurs.

Chris Paul setti 40 stig fyrir New Orleans gegn Memphis. Atlanta vann fimmtal leikinn í röð þegar liðið lagði Indiana.

Boston heldur áfram að hala inn sigrum og lagði Sacramento að velli. Þetta var tólfti sigur Boston í þrettán leikjum.

Hér að neðan má sjá úrslit næturinnar. Sigurliðin nefnd á undan.

Miami - Philadelphia 96-85

Dwyane Wayde skoraði 27 stig fyrir Miami en Andre Iquodala var með 28 stig fyrir Philadelphia.

Atlanta - Indiana 107-95

Joe Johnson skoraði 26 stig fyrir Atlanta. Troy Murphi var með 19 fyrir Indiana.

Orlando - NY Knicks 110-96

Hedo Turkoglu var með 26 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 25 stig. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir NY Knicks.

Washington - Charlotte 108-104

Antawn Jamison skoraði 26 stig fyrir Washington en Caron Butler 25 stig. Hjá heimamönnum í Charlotte var Gerald Wallace með 32 stig.

Detroit - New Jersey 101-83

Richard Hamilton skoraði 22 stig fyrir Detroit. Vince Carter með 21 stig fyrir New Jersey Nets.

New Orleans - Memphis 116-98

Chris Paul skoraði 40 stig fyrir New Orleans. Hjá Memphis voru Rudy Gay og Mike Miller með 19 stig hvor.

San Antonio - Chicago Bulls 94-79

Tony Parker með 28 stig fyrir San Antonio. Joe Smith með 19 stig fyrir Chicago.

Denver - Milwaukee 125-105

Carmelo Anthony með 29 stig fyrir Denver. Mo Williams skoraði 28 stig fyrir Milwaukee.

Utah - Dallas 99-90

Carlos Boozer 21 stig fyrir Utah. Dirk Nowitzki með 20 stig fyrir Utah.

Boston - Sacramento 89-69

Ray Allen með sautján stig fyrir Boston. Ron Artest með 15 stig fyrir Sacramenton.

Golden State - Minnesota 105-101

Monta Ellis með 35 stig fyrir Golden State en stigahæstur hjá Minnesota var Al Jefferson með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×