Aðferðum við útreikning á viðskiptahalla ekki breytt 14. apríl 2007 05:00 Vilhjálmur Egilsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir aðferðir Seðlabankans við útreikning á viðskiptahalla. Bankinn fylgir alþjóðlegum stöðlum segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. „Sú þjóð er ekki til í heiminum þar sem ekki er deilt um það um hversu réttar tölur um viðskiptahalla séu," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. „Það eru skekkjur í þessu, það er enginn vafi á því. En Seðlabankinn fylgir alþjóðlegum stöðlum við þetta uppgjör." Allt væri á öðrum endanum í íslensku efnahagslífi ef tölur Seðlabankans um viðskiptahalla og erlenda skuldastöðu fyrir árið 2006 væru réttar. Þetta fullyrðir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í grein á vef samtakanna. Segir hann að fjöldi fyrirtækja væri á vonarvöl, stófellt atvinnuleysi fram undan og lánstraust íslenskra banka og íslenska ríkisins á við það sem gerist meðal þróunarlanda. Tölur Seðlabankans gefa til kynna að viðskiptahallinn hafi numið 305 milljörðum króna á síðasta ári. Það er 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu. „Þessar tölur eru ótrúlega háar og ættu að vekja skelfingu meðal allra sem eiga hagsmuna að gæta í íslensku efnahagslífi," segir Vilhjálmur í greininni. „Ástæða þess að viðbrögðin eru ekki eins og þau hefðu átt að vera samkvæmt bókinni er að enginn kannast við þann raunveruleika sem tölurnar lýsa." Frá Kaupmannahöfn Seðlabankinn afskrifar að hluta til beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis. Þá er söluhagnaður ekki talinn til útreikninga á viðskiptahallanum. Þetta felur í sér ofmat á hallanum segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og kallar eftir breyttum aðferðum. Kristíana Baldursdóttir, forstöðumaður úrvinnslu og miðlunar á upplýsingasviði Seðlabankans, segir ekki standa til að breyta aðferðum við útreikningana. „Við fylgjum aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta eru alþjóðlega viðurkenndar aðferðir. Við munum ekki breyta þeim nema sjóðurinn breyti sínum reglum. Ef við myndum gera það værum við ekki samanburðarhæf við önnur lönd." Seðlabankinn afskrifar að hluta til beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis. Þá er söluhagnaður, áfallinn og innleystur, ekki talinn til tekna í útreikningum á viðskiptahalla. Þetta tvennt segir Vilhjálmur hafa í för með sér stórar skekkjur í mati á hallanum. Ekki er sérstaklega gerð grein fyrir söluhagnaði eða öðrum verðbreytingum á eignum samhliða útreikningunum. Samkvæmt stöðlunum er það mögulegt, segir Vilhjálmur. „Auðvitað má alltaf birta aukaupplýsingar," segir Kristíana. „Spurningin er hins hversu traustar upplýsingar er hægt að fá. Ekki er til dæmis víst að auðvelt væri að nálgast tölur um söluhagnað." Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir aðferðir Seðlabankans við útreikning á viðskiptahalla. Bankinn fylgir alþjóðlegum stöðlum segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. „Sú þjóð er ekki til í heiminum þar sem ekki er deilt um það um hversu réttar tölur um viðskiptahalla séu," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. „Það eru skekkjur í þessu, það er enginn vafi á því. En Seðlabankinn fylgir alþjóðlegum stöðlum við þetta uppgjör." Allt væri á öðrum endanum í íslensku efnahagslífi ef tölur Seðlabankans um viðskiptahalla og erlenda skuldastöðu fyrir árið 2006 væru réttar. Þetta fullyrðir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í grein á vef samtakanna. Segir hann að fjöldi fyrirtækja væri á vonarvöl, stófellt atvinnuleysi fram undan og lánstraust íslenskra banka og íslenska ríkisins á við það sem gerist meðal þróunarlanda. Tölur Seðlabankans gefa til kynna að viðskiptahallinn hafi numið 305 milljörðum króna á síðasta ári. Það er 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu. „Þessar tölur eru ótrúlega háar og ættu að vekja skelfingu meðal allra sem eiga hagsmuna að gæta í íslensku efnahagslífi," segir Vilhjálmur í greininni. „Ástæða þess að viðbrögðin eru ekki eins og þau hefðu átt að vera samkvæmt bókinni er að enginn kannast við þann raunveruleika sem tölurnar lýsa." Frá Kaupmannahöfn Seðlabankinn afskrifar að hluta til beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis. Þá er söluhagnaður ekki talinn til útreikninga á viðskiptahallanum. Þetta felur í sér ofmat á hallanum segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og kallar eftir breyttum aðferðum. Kristíana Baldursdóttir, forstöðumaður úrvinnslu og miðlunar á upplýsingasviði Seðlabankans, segir ekki standa til að breyta aðferðum við útreikningana. „Við fylgjum aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta eru alþjóðlega viðurkenndar aðferðir. Við munum ekki breyta þeim nema sjóðurinn breyti sínum reglum. Ef við myndum gera það værum við ekki samanburðarhæf við önnur lönd." Seðlabankinn afskrifar að hluta til beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis. Þá er söluhagnaður, áfallinn og innleystur, ekki talinn til tekna í útreikningum á viðskiptahalla. Þetta tvennt segir Vilhjálmur hafa í för með sér stórar skekkjur í mati á hallanum. Ekki er sérstaklega gerð grein fyrir söluhagnaði eða öðrum verðbreytingum á eignum samhliða útreikningunum. Samkvæmt stöðlunum er það mögulegt, segir Vilhjálmur. „Auðvitað má alltaf birta aukaupplýsingar," segir Kristíana. „Spurningin er hins hversu traustar upplýsingar er hægt að fá. Ekki er til dæmis víst að auðvelt væri að nálgast tölur um söluhagnað."
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun