Viðskipti innlent

Kaupþing selur hlut sinn í Danól og Ölgerðinni

MYND/Heiða Helgadóttir

Kaupþing banki hefur selt liðlega 31 prósents hlut sinn í Danól ehf og Ölgerð Egils Skallagrímssonar til fjögurra stjórnenda fyrirtækjanna.

Það eru þeir Friðjón Hólmbertsson, Pétur Kr. Þorgrímsson, Ólafur Kr. Guðmundsson og Kristján Elvar Guðlaugsson. Það er Icebank sem fjármagnar kaupin eftir því sem segir í tilkynningu frá félögunum tveimur. Velta fyrirtækjanna tveggja hefur aukist mjög á undanförnum árum og nam tæpum 10 milljörðum króna í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×