Viðskipti innlent

Vöruskiptahalli minnkar áfram á milli ára

MYND/GVA

Vöruskiptahalli í nýliðnum nóvember reyndist 2,6 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag.

Fluttar voru út vörur fyrir 31 milljarð en inn fyrir 33,5 milljarða. Til samanburðar voru fluttar út vörur fyrir tæpa 20 milljarða í nóvember í fyrra en inn fyrir rúma 33 milljarða. Vöruskiptahallinn reyndist þá rúmir 13 milljarðar og hefur því batnað um rúma tíu milljarða á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×