Viðskipti innlent

Nýtt útrásarfyrirtæki heitir Landsvirkjun Power

Landsvirkjun ætlar í útrás undir nafninu Landsvikjun Power.
Landsvirkjun ætlar í útrás undir nafninu Landsvikjun Power.

Landsvirkjun Power dótturfélag Landsvirkjunar tekur til starfa um áramótin. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins núna klukkan 19:00.

Eigið fé félagsins verður átta milljarðar króna en fyrirtækið á að einbeita sér að virkjanaframkvæmdum erlendis. Því er um nýtt útrásarfyrirtæki að ræði en forstjóri þess verður Bjarni Bjarnason. Í frétt Sjónvarpsins kom fram að ekki standi til að setja félagið á hlutabréfamarkað en Bjarni sagði vissulega að um áhættusaman rekstur sé að ræða, þess vegna sé starfsemi félagsins í hlutafélagaformi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×