Íslenski boltinn

Grindavík á toppinn í 1. deild

Mynd/Vilhelm

Grindvíkingar skelltu sér á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld með því að bursta Fylki 5-2 á heimavelli sínum. Heimamenn voru mun sterkari í leiknum en lentu undir 1-0 snemma leiks.

Grindvíkingar náðu ekki að jafna fyrr en á 52. mínútu leiksins og komust svo yfir skömmu síðar. Gestirnir jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu þegar innan við 20 mínútur voru eftir af leiknum, en eftir það settu heimamenn þrjú mörk og gerðu út um leikinn.

Grindavík 5 - Fjölnir 2

0-1 sjálfsmark ´5

1-1 Jóhann Helgason ´51

2-1 Ivan Firer ´55

2-2 Gunnar Guðmundsson víti ´71

3-2 Scott Ramsey ´72

4-2 Scott Ramsey ´78

5-2 Andri Birgisson ´90

Grindvíkingar eru því komnir á toppinn í 1. deildinni, hafa 44 stig líkt og Þróttarar en betri markatölu. Fjölnir situr í þriðja sætinu með 41 stig og nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×