Viðskipti innlent

Eitt prósent atvinnuleysi

Atvinnuleysi mældist eitt prósent í júní og lækkaði um 0,1 prósent milli mánaða. Vinnumálastofnun hafði spáð allt að 1,3 prósent atvinnuleysi í mánuðinum.

Fram kemur í Morgunkorni greiningar Glitnis að þrátt fyrir samdrátt í landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi og minni hagvöxt en undanfarið ár, sjáist enn ekki aukning á atvinnuleysi.

Vinnumálastofnun spáir 0,9 til 1,2 prósent atvinnuleysi í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×