Réttlæting á mistökum Sigurjón Þórðarson skrifar 13. júlí 2007 06:00 Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um það hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi þrátt fyrir að þjóðin hafi fært miklar fórnir í formi minni afla, minni verðmæta og mikillar byggðaröskunar. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins og þeir sérfræðingar sem ráða för halda því fram að ástæðan fyrir árangursleysinu sé að fyrirrennarar Einars Kristins Guðfinnssonar og samflokksmenn hafi ekki farið að ráðgjöf Hafró. Þessar fullyrðingar eru endurteknar í sífellu þótt enginn hafi mótmælt þeirri staðreynd að stjórnvöld hafa á síðustu 10 árum farið 94,5% að ráðgjöfinni, sem er innan skekkjumarka. Það sem er átakanlegt við stöðu mála er að veigamikil líffræðileg rök styðja að grundvöllur núverandi stýringar sé veikur og standist ekki gagnrýna skoðun. Helsta haldreipi og rökstuðningur stjórnmálamanna, s.s. líffræðingsins Össurar Skarphéðinssonar, fyrir því að fylgja eigi ráðgjöf Hafró er ný skýrsla Hagfræðistofnunar um aflareglu fyrir þorskinn. Hvað yrði sagt ef helstu líffræðileg rök fyrir nýtingu annarra villtra dýrastofna, s.s. rjúpunnar og gæsarinnar, væru skýrslur Hagfræðistofnunar? Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt eina krónu í að ganga úr skugga um hvort gagnrýnin á núverandi stjórnun sé rétt og hvort þær kenningar og aðferðir sem unnið hefur verið með í tvo áratugi án árangurs séu ekki vænlegar til árangurs. Ef allt væri með felldu myndu bæði sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson og ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því að ganga svo hart gegn sjómönnum og sjávarbyggðum landsins. Þau rök sem heyrst hafa að þjóðin sé núna í færum til að standa af sér erfiðleikatímabil eru haldlaus gagnvart þeim einstaklingum sem hafa lagt mikið undir til að hafa lífsviðurværi sitt af sjósókn. Það er engu líkara en að kerfið og stjórnvöld séu í ákveðinni sjálfheldu og vilji alls ekki leitast við að komast út úr þeim ógöngum sem stjórn fiskveiða er komin í en með því væru sérfræðingar og stjórnmálamenn að einhverju marki að viðurkenna að fórnir liðinna ára hefðu verið færðar til einskis. Sérfræðingar og stjórnmálamenn þyrftu að kyngja því að hafa haft rangt fyrir sér en gætu þá vonandi huggað sig við að hafa unnið eftir bestu samvisku. Ég geri þá siðferðilegu kröfu til sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra að ganga úr skugga um að mögulegt sé að fara vægari leiðir en að beita þeim harkalega niðurskurði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa boðað gegn sjávarbyggðum landsins. Hingað til hefur veigamiklum rökum verið svarað með þögn og þumbarahætti, og ekki einni krónu hefur verið varið til rannsókna sem gætu leitt í ljós að þær kenningar sem unnið hefur verið með væru byggðar á sandi. Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um það hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi þrátt fyrir að þjóðin hafi fært miklar fórnir í formi minni afla, minni verðmæta og mikillar byggðaröskunar. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins og þeir sérfræðingar sem ráða för halda því fram að ástæðan fyrir árangursleysinu sé að fyrirrennarar Einars Kristins Guðfinnssonar og samflokksmenn hafi ekki farið að ráðgjöf Hafró. Þessar fullyrðingar eru endurteknar í sífellu þótt enginn hafi mótmælt þeirri staðreynd að stjórnvöld hafa á síðustu 10 árum farið 94,5% að ráðgjöfinni, sem er innan skekkjumarka. Það sem er átakanlegt við stöðu mála er að veigamikil líffræðileg rök styðja að grundvöllur núverandi stýringar sé veikur og standist ekki gagnrýna skoðun. Helsta haldreipi og rökstuðningur stjórnmálamanna, s.s. líffræðingsins Össurar Skarphéðinssonar, fyrir því að fylgja eigi ráðgjöf Hafró er ný skýrsla Hagfræðistofnunar um aflareglu fyrir þorskinn. Hvað yrði sagt ef helstu líffræðileg rök fyrir nýtingu annarra villtra dýrastofna, s.s. rjúpunnar og gæsarinnar, væru skýrslur Hagfræðistofnunar? Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt eina krónu í að ganga úr skugga um hvort gagnrýnin á núverandi stjórnun sé rétt og hvort þær kenningar og aðferðir sem unnið hefur verið með í tvo áratugi án árangurs séu ekki vænlegar til árangurs. Ef allt væri með felldu myndu bæði sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson og ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því að ganga svo hart gegn sjómönnum og sjávarbyggðum landsins. Þau rök sem heyrst hafa að þjóðin sé núna í færum til að standa af sér erfiðleikatímabil eru haldlaus gagnvart þeim einstaklingum sem hafa lagt mikið undir til að hafa lífsviðurværi sitt af sjósókn. Það er engu líkara en að kerfið og stjórnvöld séu í ákveðinni sjálfheldu og vilji alls ekki leitast við að komast út úr þeim ógöngum sem stjórn fiskveiða er komin í en með því væru sérfræðingar og stjórnmálamenn að einhverju marki að viðurkenna að fórnir liðinna ára hefðu verið færðar til einskis. Sérfræðingar og stjórnmálamenn þyrftu að kyngja því að hafa haft rangt fyrir sér en gætu þá vonandi huggað sig við að hafa unnið eftir bestu samvisku. Ég geri þá siðferðilegu kröfu til sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra að ganga úr skugga um að mögulegt sé að fara vægari leiðir en að beita þeim harkalega niðurskurði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa boðað gegn sjávarbyggðum landsins. Hingað til hefur veigamiklum rökum verið svarað með þögn og þumbarahætti, og ekki einni krónu hefur verið varið til rannsókna sem gætu leitt í ljós að þær kenningar sem unnið hefur verið með væru byggðar á sandi. Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi alþingismaður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun