Lífið

Kylie Minogue og Olivier Martinez skilin

Kylie og Olivier meðan allt lék í lyndi
Kylie og Olivier meðan allt lék í lyndi

Ástralska söngkonan Kylie Minogue og franski leikarinn Olivier Martinez hafa slitið samvistum eftir fjögurra ára samband. Hefur Olivier staðfest þetta við fjölmiðla. Kylie, sem er 38 ára, greindist með brjóstakrabbamein árið 2005 en hún hefur sagt Olivier hafa staðið sem klett sér við hlið meðan á meðferð stóð.

Slúðurpressan hafði nýlega sagt Olivier vera að hitta aðra konu. Í yfirlýsingu frá parinu kom fram að ásakanir fjölmiðla um ótrúnað hefði sært þau, ákvörðunin væri tekin sameiginlega og þau ætli að halda áfram að vera góðir vinir.

Olivier lék nýlega í kvikmyndinni Blood and Chocolate en er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni Unfaithful á móti Diane Lane. Kylie hefur nýlokið tónleikaferð sinni Showgirl Homecoming Tour, en þurfti að hætta við tvenna tónleika sökum veikinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.