Viðskipti innlent

Kaupþing gefur út skuldabréf í Kanada

Kaupþing hefur gefið út skuldabréf í Kanada fyrir 500 milljónir kanadadala, eða sem svarar til tæpra 30 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að þetta sé í fyrsta sinn hann gefi út skuldabréf þar í landi en þau eru til þriggja ára og bera 4,7 prósenta fasta vexti.

Til stóð að gefa út skuldabréf fyrir um 300 milljónir kanadadala en vegna mikils áhuga fjárfesta og þeirra fjármögnunarkjara sem í boði voru var ákveðið að gefa út skuldabréf fyrir 500 milljónir.

Í tilkynningu Kaupþings segir enn fremur að mikil áhersla sé lögð á að auka fjölbreytni í erlendri fjármögnun Kaupþings og sé útgáfan í Kanada liður í því. Yfirumsjón með útgáfunni höfðu Merrill Lynch Canada og TD Securities.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×