Deila Finnair og FL Group leyst 22. mars 2007 09:22 Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, tekur sæti í stjórn Finnair og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, dregur framboð sitt til baka á aðalfundi Finnair í dag. Mynd/VIlhelm Skorið hefur verið á hnútinn í deilu stjórnar Finnair og FL Group með þeim hætti að Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, tekur sæti í stjórninni. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, dregur um leið til baka framboð sitt til stjórnar. Aðalfundur Finnair er í dag. Finnska ríkið, stærsti eigandi Finnair, og stjórn flugfélagsins höfðu sett sig upp á móti stjórnarsetu Hannesar og tilnefnt átta menn í stjórn. Nú hafa verið gerðar breytingar á þeim lista og Sigurði bætt við. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns upplýsingasviðs FL Group, var lögð áhersla á að leysa málið með farsælum hætti þannig að það kæmi félaginu sem best. Þannig fer Sigurður í raun ekki inn í stjórnina sem fulltrúi FL Group heldur fremur sem óháður fulltrúi allra hluthafa. Á þetta var lögð áhersla af hálfu finnska ríkisins og stjórnarinnar þar sem um almannahlutafélag væri að ræða. „Við lögðum áherslu á að geta boðið Finnair ákveðna reynslu og þekkingu í alþjóðlegum flugrekstri og teljum því marki vel náð með því að Sigurður samþykkti að taka sæti í stjórninni. Svo teljum við um leið að það auki verðgildi hluta allra hluthafa að fá inn jafn reyndan mann úr þessum geira," segir Kristján. FL Group fer með rúmlega 22,3 prósenta eignarhlut í Finnair og er næststærsti hluthafinn í félaginu. Um fimm prósent hlutarins eru bundin í framvirkum samningum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Skorið hefur verið á hnútinn í deilu stjórnar Finnair og FL Group með þeim hætti að Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, tekur sæti í stjórninni. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, dregur um leið til baka framboð sitt til stjórnar. Aðalfundur Finnair er í dag. Finnska ríkið, stærsti eigandi Finnair, og stjórn flugfélagsins höfðu sett sig upp á móti stjórnarsetu Hannesar og tilnefnt átta menn í stjórn. Nú hafa verið gerðar breytingar á þeim lista og Sigurði bætt við. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns upplýsingasviðs FL Group, var lögð áhersla á að leysa málið með farsælum hætti þannig að það kæmi félaginu sem best. Þannig fer Sigurður í raun ekki inn í stjórnina sem fulltrúi FL Group heldur fremur sem óháður fulltrúi allra hluthafa. Á þetta var lögð áhersla af hálfu finnska ríkisins og stjórnarinnar þar sem um almannahlutafélag væri að ræða. „Við lögðum áherslu á að geta boðið Finnair ákveðna reynslu og þekkingu í alþjóðlegum flugrekstri og teljum því marki vel náð með því að Sigurður samþykkti að taka sæti í stjórninni. Svo teljum við um leið að það auki verðgildi hluta allra hluthafa að fá inn jafn reyndan mann úr þessum geira," segir Kristján. FL Group fer með rúmlega 22,3 prósenta eignarhlut í Finnair og er næststærsti hluthafinn í félaginu. Um fimm prósent hlutarins eru bundin í framvirkum samningum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira