Viðskipti innlent

Stóðust álagsprófið

Íslensku viðkiptabankarnir og fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás stóðust allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Niðurstöður voru birtar í gær, en eftirlitið framkvæmir slík álagspróf með reglubundnum hætti.

Síðast voru birtar niðurstöður fyrir hálfu ári og var eiginfjárhlutfall allra bankanna (CAD-hlutfall) hærra núna en þá.

Í prófinu felst reiknilíkan þar sem margvísleg áföll eru látin ganga yfir bankana á sama tíma. Látið er sem hlutabréf lækki og markaðsskuldabréf, vaxtafryst/virðisrýrð útlán og fullnustueignir, auk þess sem reiknuð eru inn í myndina áhrif af lækkun á gengi krónunnar. Þrátt fyrir þessi samhliða áföll má eiginfjárhlutfall bankanna ekki fara niður fyrir lögboðið lágmark.

Á vef Fjármálaeftirlitsins (www.fme.is) má sjá niðurstöður álagsprófanna eftir einstökum bönkum auk niðurstaðna í síðasta prófi.

Álagsprófið nú miðaði við stöðu mála um áramót, en fyrra próf við júnílok 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×