Atorka innleysir 11 milljarða króna hagnað með sölu Jarðborana 1. ágúst 2007 10:50 Atorka hefur gengið frá sölu á öllum eignarhlut sínum í Jarðborunum, ásamt 16% hlut í Enex til Geysir Green Energy í gegnum félag sitt Renewable Energy Resources. Með sölunni innleysir Atorka yfir 11 milljarða króna í hagnað eftir skatta. Samhliða sölunni kaupir Atorka 32% hlut í Geysi og verður með því kjölfestufjárfestir í félaginu. Í tilkynningu frá Atorku kemur fram að heildarvirði sölunnar sé 17,7 milljarðar króna. Áhrif á móðurfélagsreikning á öðrum ársfjórðungi er á fjórða milljarð króna. Áhrif á samstæðureikninga á þriðja ársfjórðungi er um 5 milljarðar króna og kaupverð Atorku í Geysi Green Energy eru rúmir 7 milljarðar króna. „Undir forystu Atorku hafa Jarðboranir vaxið og eflst verulega og er þessi sala til vitnis um árangursríka framkvæmd á fjárfestingarstefnu félagsins," segir í tilkynningunni. „Velta Jarðborana hefur fimmfaldast á fimm árum eingöngu með innri vexti. Verkefnastaða Jarðborana hefur aldrei verið betri, áætluð velta Jarðborana á árinu 2007 er um 6,5 milljarðar króna og 8 milljarðar króna á árinu 2008." Þá segir að Atorka muni áfram fjárfesta í verkefnum í nýtingu jarðvarma með þátttöku sinni sem kjölfestufjárfestir í Geysi. „Jarðboranir hafa verið að hasla sér völl erlendis og hafa nýlega keypt og tryggt sér kauprétt að þremur öflugum hátækniborum sem ætlað er að nýta í útrás félagsins. Nýju borarnir eru sérstaklega hannaðir til að afla jarðhita á miklu dýpi og styrkja enn frekar samkeppnisstöðu félagsins. Thor Novig, fyrrverandi framkvæmdastjóri þýska borfyrirtækisins Itag Tiefbohr GmbH, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá nýju dótturfélagi Jarðborana í Þýskalandi, Hekla Energy GmbH. Fyrirhugað er að fyrstu borframkvæmdir á vegum Hekla Energy hefjist í Suður-Þýskalandi síðar á þessu ári." Magnús Jónsson forstjóri Atorku segir að með sölunni sé Atorka að innleysa verulegan hagnað og skapa svigrúm til nýrra fjárfestinga. „Fjárhagsstaða félagsins er sterk og aukum við fjárfestingargetu okkar með þessari sölu. Ljóst er að uppbygging Jarðboranna undir forystu Atorku hefur gengið afar vel og munum við áfram verða kjölfestuhluthafar í félaginu í gegnum Geysi. Við teljum Geysi vera spennandi fjárfestingarkost og mikil tækifæri í að skapa veruleg verðmæti með þátttöku í uppbyggingu á því félagi,"segir Magnús. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Atorka hefur gengið frá sölu á öllum eignarhlut sínum í Jarðborunum, ásamt 16% hlut í Enex til Geysir Green Energy í gegnum félag sitt Renewable Energy Resources. Með sölunni innleysir Atorka yfir 11 milljarða króna í hagnað eftir skatta. Samhliða sölunni kaupir Atorka 32% hlut í Geysi og verður með því kjölfestufjárfestir í félaginu. Í tilkynningu frá Atorku kemur fram að heildarvirði sölunnar sé 17,7 milljarðar króna. Áhrif á móðurfélagsreikning á öðrum ársfjórðungi er á fjórða milljarð króna. Áhrif á samstæðureikninga á þriðja ársfjórðungi er um 5 milljarðar króna og kaupverð Atorku í Geysi Green Energy eru rúmir 7 milljarðar króna. „Undir forystu Atorku hafa Jarðboranir vaxið og eflst verulega og er þessi sala til vitnis um árangursríka framkvæmd á fjárfestingarstefnu félagsins," segir í tilkynningunni. „Velta Jarðborana hefur fimmfaldast á fimm árum eingöngu með innri vexti. Verkefnastaða Jarðborana hefur aldrei verið betri, áætluð velta Jarðborana á árinu 2007 er um 6,5 milljarðar króna og 8 milljarðar króna á árinu 2008." Þá segir að Atorka muni áfram fjárfesta í verkefnum í nýtingu jarðvarma með þátttöku sinni sem kjölfestufjárfestir í Geysi. „Jarðboranir hafa verið að hasla sér völl erlendis og hafa nýlega keypt og tryggt sér kauprétt að þremur öflugum hátækniborum sem ætlað er að nýta í útrás félagsins. Nýju borarnir eru sérstaklega hannaðir til að afla jarðhita á miklu dýpi og styrkja enn frekar samkeppnisstöðu félagsins. Thor Novig, fyrrverandi framkvæmdastjóri þýska borfyrirtækisins Itag Tiefbohr GmbH, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá nýju dótturfélagi Jarðborana í Þýskalandi, Hekla Energy GmbH. Fyrirhugað er að fyrstu borframkvæmdir á vegum Hekla Energy hefjist í Suður-Þýskalandi síðar á þessu ári." Magnús Jónsson forstjóri Atorku segir að með sölunni sé Atorka að innleysa verulegan hagnað og skapa svigrúm til nýrra fjárfestinga. „Fjárhagsstaða félagsins er sterk og aukum við fjárfestingargetu okkar með þessari sölu. Ljóst er að uppbygging Jarðboranna undir forystu Atorku hefur gengið afar vel og munum við áfram verða kjölfestuhluthafar í félaginu í gegnum Geysi. Við teljum Geysi vera spennandi fjárfestingarkost og mikil tækifæri í að skapa veruleg verðmæti með þátttöku í uppbyggingu á því félagi,"segir Magnús.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira