Innlent

Unglingar stelast í heitan pott

Stór heitur pottur, sem er utan dyra á annari hæð húsnæðis líkamsræktarstöðvar í Spönginni í Grafarvogi, er orðinn vinsæll samkomustaður unglinga í hverfinu, að næturlagi.

Frá þessu greindi sextán ára stúlka, sem lögregla greip á hlaupum af vettvangi í nótt, en vinir hennar hurfu út í náttmyrkrið. Svo mikil er þörf unglinganna fyrir að lauga sig, að þeir leggja sig í hættu við að príla upp húsveggi til að komast í pottinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×