Handbolti

Góður sigur hjá Gummersbach

NordicPhotos/GettyImages
Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gummersbach lagði Göppingen á útivelli 33-30 í leik sem sýndur var beint á Sýn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði 2. Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Grosswallstadt í 29-24 tapi liðsins gegn Hamburg og Keil vann auðveldan sigur á Hildesheim 34-28.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×