Viðskipti innlent

Skoða Írland

Landsbankinn er sagður vera í þann mund að leggja fram tilboð í írska bankann Irish Nationwide Building Society.
Landsbankinn er sagður vera í þann mund að leggja fram tilboð í írska bankann Irish Nationwide Building Society.

Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska bankann Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times segir að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans.

Irish Nationwide Building Society var stofnað árið 1873 og því þrettán árum eldri en Landsbankinn. Þetta er einn elsti banki Írlands með starfsemi víða. Bankinn sinnir hefðbundinni fjármálastarfsemi en mesta umfangið liggur á sviði fasteignalána á Írlandi.

Að sögn Irish Times greindi stjórn Irish Nationwide Building Society starfsmönnum frá því á ársfundi fyrirtækisins um þarsíðustu helgi að stjórnin vonist til að sala á bankanum verði gengin í gegn fyrir árslok. Blaðið segir hins vegar að forsvarsmenn Landsbankans hafi ekki viljað tjá sig um viðskiptin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×