Falleinkunn í menntamálum Ágúst Ólafur Ágústsson og Katrín Júlíusdóttir skrifar 8. maí 2007 06:00 Samfylkingarfólk veit að hægt er að gera mikið betur í menntamálum hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist hins vegar vera á öðru máli í grein sinni í Fréttablaðinu 3. maí sl. Þar lýsir hann því hvernig allt sé í fínu standi í menntamálum á Íslandi og segir okkur vera þar í fremstu röð. Sigurður Kári skammast heilmikið út í undirrituð fyrir að styðjast í gagnrýni okkar við gögn frá OECD, sem þó sérhæfir sig í að bera saman tölfræði á milli landa. Styðjumst við nýjustu skýrslu OECDKatrín JúlíusdóttirVið studdumst við nýjustu skýrslu OECD um menntamál (Education at a Glance) frá 2006. Þar sést að við stöndum illa í alþjóðlegum samanburði á stöðu framhalds- og háskóla. Þennan samanburð vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki heyra. Flestar samanburðartölur OECD í þessari skýrslu eru frá árinu 2004 og gefa því góða mynd af stöðu menntamála. Frammistaða íslenskra stjórnvalda er að sjálfsögðu mæld í samanburði við önnur lönd. Vörn Sjálfstæðisflokksins virðist hins vegar felast í að vilja bera saman framlög mismunandi ára milli landa. Það gengur auðvitað ekki að bera saman framlögin til framhaldsskóla eins og þau voru á Íslandi árið 2007 við framlög til framhaldsskóla í Svíþjóð árið 2004. Það er lenska hjá Sjálfstæðisflokknum að véfengja ætíð óhagstæðan samanburð, hvort sem hann kemur frá OECD, Landssambandi eldri borgara, ASÍ eða öðrum aðilum. Erum víst í 21. sætiÍ töflu B2.1c á bls. 207 í skýrslu OECD um opinber útgjöld til háskólastigsins sést að Ísland er að verja 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4%. Danir, Norðmenn og Finnar verja 1,8% og Svíar 1,5%. Ísland er í 21. sæti af 30 þjóðum. Í sömu töflu má sjá hverju önnur ríki verja til framhaldsskóla en samkvæmt upplýsingaþjónustu Alþingis varði Ísland 1,3% til þeirra. Sá samanburður sýnir að Ísland er í 16. sæti af 30 OECD-þjóðum. Sigurður Kári reynir ekki að hrekja þennan samanburð í grein sinni og minnist ekki á hann. 68% á aldursbilinu 25-34 ára hafa lokið framhaldsskólanámi en á hinum Norðurlöndunum er þetta 86-96% skv. töflu A1 2a á bls. 38. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Við erum hér í 23. sæti af 30 þjóðum. 31% á aldrinum 25-34 ára hafa lokið háskólanámi hér en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 35-42% skv. töflu A1.3a. á bls. 39. Hér er Ísland í 17. sæti af 30 þjóðum. Sigurður Kári rengir ekki þessa tölu. Sigurði Kára tekst því ekki að hrekja samanburðinn. Honum er bara illa við samanburðinn sjálfan. Heimild sem hann vitnar sjálfur til í greininni styður mál okkar enn frekar. Samkvæmt tölfræðiskýrslu norrænu Hagstofunnar (Nordic Statistical Yearbook 2006) sést að hlutfall fólks á aldrinum 15-74 sem hafði lokið námi á háskólastigi árið 2005 var 18,9% á Íslandi en 24,7% í Noregi, 23,3% í Svíþjóð, 22,2% í Danmörku og 26,5% í Finnlandi. Niðurskurður tilframhaldsskólanna árið 2007Sigurður Kári heldur því fram að á þessu kjörtímabili hafi fjárframlögin aukist svo mikið að samanburðurinn sé úreldur. Lítum því aðeins betur á hvað hefur gerst í þróun útgjalda til framhaldsskólanna frá árinu 2004. Á vef Hagstofunnar kemur fram að 2004-2005 hafi framlög til framhaldsskóla lækkað um 123,7 milljónir og hlutur framhaldsskólans í landsframleiðslunni lækkað úr 1,41% í 1,33%. Á sama tíma fjölgaði skráðum nemendum á framhaldsskólastigi um 873. Þá nemur niðurskurður til framhaldsskóla 2007, 650 milljónir króna. Það virtist koma stjórnvöldum á óvart að þeir einstaklingar sem fæddust í stórum árgöngum 1989 og 1990 skiluðu sér í menntaskóla. Fjármagn hefur ekki fylgt þessari „óvæntu“ nemendafjölgun. Loks hefur reiknilíkaninu sem nota á til að reikna út raunkostnað á hvern nemanda í framhaldsskóla verið breytt þannig að nú er það notað til að dreifa niðurskurðinum. Sigurður Kári getur því ekki haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið sig saman í andlitinu á kjörtímabilinu nema síður sé. Jafnaðarmenn hafa sýntvilja sinn í verkiEn í samanburði á heildarútgjöldum til menntamála komum við þó ágætlega út í skýrslu OECD. Sú staða er hins vegar tilkomin vegna þess að við erum nálægt toppi þegar kemur að útgjöldum til leik- og grunnskóla. Þau skólastig eru hins vegar rekin af sveitarfélögum en ekki ríkisvaldinu. Ríkisvaldið rekur framhalds- og háskólana þar sem við fáum hina alræmdu falleinkunn. En það hafa verið jafnaðarmenn í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar sem hafa rekið flesta grunnskóla og leikskóla landsins undanfarinn áratug. Það er fjárfesting sveitarfélaga í grunnskólum og leikskólum sem togar Ísland upp þegar litið er til heildarútgjalda til menntamála. Framlög ríkisvaldsins til framhalds- og háskólanna toga okkur hins vegar niður. Ísland er jafnframt hið eina af Norðurlöndunum sem ekki styrkir sína námsmenn heldur lánar þeim eingöngu. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna menntamálaráðuneytinu í 16 ár. Árangurinn er falleinkun í menntamálum. Við þessi orð stöndum við. Varnarleikur Sjálfstæðisflokksins er tilraun til sjónarspils, eins og ofangreindar staðreyndir sýna glögglega. Höfundar eru alþingismenn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samfylkingarfólk veit að hægt er að gera mikið betur í menntamálum hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist hins vegar vera á öðru máli í grein sinni í Fréttablaðinu 3. maí sl. Þar lýsir hann því hvernig allt sé í fínu standi í menntamálum á Íslandi og segir okkur vera þar í fremstu röð. Sigurður Kári skammast heilmikið út í undirrituð fyrir að styðjast í gagnrýni okkar við gögn frá OECD, sem þó sérhæfir sig í að bera saman tölfræði á milli landa. Styðjumst við nýjustu skýrslu OECDKatrín JúlíusdóttirVið studdumst við nýjustu skýrslu OECD um menntamál (Education at a Glance) frá 2006. Þar sést að við stöndum illa í alþjóðlegum samanburði á stöðu framhalds- og háskóla. Þennan samanburð vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki heyra. Flestar samanburðartölur OECD í þessari skýrslu eru frá árinu 2004 og gefa því góða mynd af stöðu menntamála. Frammistaða íslenskra stjórnvalda er að sjálfsögðu mæld í samanburði við önnur lönd. Vörn Sjálfstæðisflokksins virðist hins vegar felast í að vilja bera saman framlög mismunandi ára milli landa. Það gengur auðvitað ekki að bera saman framlögin til framhaldsskóla eins og þau voru á Íslandi árið 2007 við framlög til framhaldsskóla í Svíþjóð árið 2004. Það er lenska hjá Sjálfstæðisflokknum að véfengja ætíð óhagstæðan samanburð, hvort sem hann kemur frá OECD, Landssambandi eldri borgara, ASÍ eða öðrum aðilum. Erum víst í 21. sætiÍ töflu B2.1c á bls. 207 í skýrslu OECD um opinber útgjöld til háskólastigsins sést að Ísland er að verja 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4%. Danir, Norðmenn og Finnar verja 1,8% og Svíar 1,5%. Ísland er í 21. sæti af 30 þjóðum. Í sömu töflu má sjá hverju önnur ríki verja til framhaldsskóla en samkvæmt upplýsingaþjónustu Alþingis varði Ísland 1,3% til þeirra. Sá samanburður sýnir að Ísland er í 16. sæti af 30 OECD-þjóðum. Sigurður Kári reynir ekki að hrekja þennan samanburð í grein sinni og minnist ekki á hann. 68% á aldursbilinu 25-34 ára hafa lokið framhaldsskólanámi en á hinum Norðurlöndunum er þetta 86-96% skv. töflu A1 2a á bls. 38. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Við erum hér í 23. sæti af 30 þjóðum. 31% á aldrinum 25-34 ára hafa lokið háskólanámi hér en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 35-42% skv. töflu A1.3a. á bls. 39. Hér er Ísland í 17. sæti af 30 þjóðum. Sigurður Kári rengir ekki þessa tölu. Sigurði Kára tekst því ekki að hrekja samanburðinn. Honum er bara illa við samanburðinn sjálfan. Heimild sem hann vitnar sjálfur til í greininni styður mál okkar enn frekar. Samkvæmt tölfræðiskýrslu norrænu Hagstofunnar (Nordic Statistical Yearbook 2006) sést að hlutfall fólks á aldrinum 15-74 sem hafði lokið námi á háskólastigi árið 2005 var 18,9% á Íslandi en 24,7% í Noregi, 23,3% í Svíþjóð, 22,2% í Danmörku og 26,5% í Finnlandi. Niðurskurður tilframhaldsskólanna árið 2007Sigurður Kári heldur því fram að á þessu kjörtímabili hafi fjárframlögin aukist svo mikið að samanburðurinn sé úreldur. Lítum því aðeins betur á hvað hefur gerst í þróun útgjalda til framhaldsskólanna frá árinu 2004. Á vef Hagstofunnar kemur fram að 2004-2005 hafi framlög til framhaldsskóla lækkað um 123,7 milljónir og hlutur framhaldsskólans í landsframleiðslunni lækkað úr 1,41% í 1,33%. Á sama tíma fjölgaði skráðum nemendum á framhaldsskólastigi um 873. Þá nemur niðurskurður til framhaldsskóla 2007, 650 milljónir króna. Það virtist koma stjórnvöldum á óvart að þeir einstaklingar sem fæddust í stórum árgöngum 1989 og 1990 skiluðu sér í menntaskóla. Fjármagn hefur ekki fylgt þessari „óvæntu“ nemendafjölgun. Loks hefur reiknilíkaninu sem nota á til að reikna út raunkostnað á hvern nemanda í framhaldsskóla verið breytt þannig að nú er það notað til að dreifa niðurskurðinum. Sigurður Kári getur því ekki haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið sig saman í andlitinu á kjörtímabilinu nema síður sé. Jafnaðarmenn hafa sýntvilja sinn í verkiEn í samanburði á heildarútgjöldum til menntamála komum við þó ágætlega út í skýrslu OECD. Sú staða er hins vegar tilkomin vegna þess að við erum nálægt toppi þegar kemur að útgjöldum til leik- og grunnskóla. Þau skólastig eru hins vegar rekin af sveitarfélögum en ekki ríkisvaldinu. Ríkisvaldið rekur framhalds- og háskólana þar sem við fáum hina alræmdu falleinkunn. En það hafa verið jafnaðarmenn í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar sem hafa rekið flesta grunnskóla og leikskóla landsins undanfarinn áratug. Það er fjárfesting sveitarfélaga í grunnskólum og leikskólum sem togar Ísland upp þegar litið er til heildarútgjalda til menntamála. Framlög ríkisvaldsins til framhalds- og háskólanna toga okkur hins vegar niður. Ísland er jafnframt hið eina af Norðurlöndunum sem ekki styrkir sína námsmenn heldur lánar þeim eingöngu. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna menntamálaráðuneytinu í 16 ár. Árangurinn er falleinkun í menntamálum. Við þessi orð stöndum við. Varnarleikur Sjálfstæðisflokksins er tilraun til sjónarspils, eins og ofangreindar staðreyndir sýna glögglega. Höfundar eru alþingismenn Samfylkingarinnar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun