Viðskipti innlent

AMR bætir hag sinn

Hagnaður AMR Corp, sem FL-Group á 8,53 prósentuhlut í, nam 317 milljónum bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi og jókst um 8,9 prósent samanborið við sama fjórðung síðasta árs að því er fram kemur á fréttavef Bloomberg.

Þetta er fimmti fjórðungurinn í röð sem AMR skilar hagnaði eftir að hafa tapað samtals um 8,1 milljörðum bandaríkjadala árin fjögur þar á undan.

Sætanýting félagsins hefur aldrei verið betri eða 83,6 prósent, auk þess sem tekjur sæta á hverja flugmílu jukust. Hagnaður á hlut lækkaði þó í 1,08 dali samanborið við sama fjórðung síðasta árs þegar hagnaður á hlut var 1,14 dalir. Lækkunina má rekja til hlutafjáraukningar.

Meðalspá greiningaraðila samkvæmt Bloomberg var 1,21 dalir á hlut en AMR sagði mikið þrumuveður í vor hafa valdið því að aflýsa hafi þurft óvenju mörgum flugferðum og orsakaði það 0,12 dala hagnaðarminnkun á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×