Viðskipti innlent

Enn aukin íbúðalán

Íbúðalán innlánsstofnana námu 6,1 milljarði króna í júní og jukust um þrettán prósent á milli mánaða.

Heildaríbúðalán innlánsstofnana hafa aukist jafnt og þétt á árinu og hafa ekki verið meiri á einum mánuði síðan í maí 2006.

Fram kemur í Vegvísi Landsbankans að útlán Íbúðalánasjóðs í júni hafi verið 7,2 milljarðar króna og voru það mestu útlán sjóðsins síðan í september 2005.

Samanlögð íbúðalán innlánsstofnana og Íbúðalánasjóðs nema því 13,3 milljörðum og hafa ekki verið hærri síðan desember 2005. Aukin íbúðalán eru í samræmi við aukna veltu á fasteignamarkaði undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×