Viðskipti innlent

Gengistap tæpur milljarður: Teymi birti uppgjör fjórða ársfjórðungs í gær.

Tap fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækisins Teymis nam 1.253 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Félagið birti uppgjör í gær. Tapið er langt yfir spá Landsbankans upp á 93 milljóna króna tap.

Teymi segir að gengistap vegna langtímaskulda skýri 927 milljónir króna af tapinu og bendir á að miðað við núverandi gengi krónunnar séu þau áhrif gengin til baka.

„Sala félagsins fyrir fjórða ársfjórðung var 5.401 m.kr. sem er nokkuð yfir væntingum okkar. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1.542 m.kr. eða 28,6 prósent af tekjum fjórðungsins. Innifalið í þessum tölum er söluhagnaður fasteigna, en án hans nam EBITDA framlegð 807 m.kr. eða 15 prósentum af tekjum,“ sagði í Vegvísi Landsbankans í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×