Innlent

Fernt flutt á slysadeild eftir árekstur

MYND/Frikki Þór

Fernt var flutt á slysadeild til aðhlynningar eftir harðan árekstur

lítils fólksbíls og pallbíls við Grundarhverfi á Kjalarnesi um tvöleytið í dag.

Lögregla segir að bílarnir hafi komið úr gagnstæðri átt og rekist saman og hafnaði annar þeirra langt utan vegar. Segir lögregla að slysið megi að líkindum rekja til hálku og snjókomu sem nú er á suðvesturhorninu.

Þrír voru í öðrum bílnum og einn í hinum og samkvæmt fyrstu fregnum virtist um alvarlegt slys að ræða. Slökkvilið sendi tækjabíl á vettvang þar sem talið var að beita þyrfti klippum til að ná manni úr öðru bílflakinu en það reyndist ekki nauðsynlegt.

Umferð um Hvalfjarðargöngin var stöðvuð um tíma vegna slyssins en nú er búið að opna fyrir hana aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×