Viðskipti innlent

Útgjöldin hærri en tekjurnar hjá stórum hópum

Ef meðalútgjöld áranna 2004-2006 eru borin saman við ráðstöfunartekjur kemur í ljós að hjá nokkrum hópum eru útgjöldin hærri en tekjurnar. T.d. eru útgjöld einstæðra foreldra 6% hærri en tekjurnar og hjá einhleypum 5% hærri. Útgjöld eru að meðaltali um 94% af ráðstöfunartekjum.

Þetta kemur fram í nýju riti frá Hagstofunni "Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2004-2006". Samkvæmt ritinu hafa ráðstöfunartekjur á mann hafa hækkað um 8,3% frá tímabilinu 2003-05.

Fjallað er um málið í Vegvísi Landsbankans. Þar segir að útgjöld á mann hafa hins vegar aukist um 9,1%, þ.e. 0,7% umfram ráðstöfunartekjur. Heimilum er skipt í fjóra jafnstóra hópa eftir tekjum og hafa heimilin í tekjuhæsta hópnum að jafnaði 125% hærri tekjur á mann en þau sem lægstar tekjur hafa.

Meðalráðstöfunartekjur samkvæmt þessari rannsókn eru 390.000 kr. á heimili eða um 160.000 kr. á mann. Um 1.607 heimili tóku þátt í rannsókninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×