Viðskipti innlent

Tekjuafgangur hins opinbera minnkar

Arni Mathiesen er fjármálaráðherra.
Arni Mathiesen er fjármálaráðherra.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var tekjuafgangur hins opinbera 13 milljarðar á 3. fjórðungi þessa árs og nam afgangurinn 1,1% af vergri landsframleiðslu og 8,7% af tekjum hins opinbera.

Samtals mælist afkoman á fyrstu 9 mánuðum ársins jákvæð um tæpa 42 milljarða króna. sem samsvarar um 3,4% af vergri landsframleiðslu. Nokkuð dregur út tekjuafgangi ef miðað er við fyrra ár. Á 3. ársfjórðungi 2006 nam afgangurinn um 17,3 milljörðum króna og á fyrstu 9 mánuðum þess árs um 50,2 milljörðum króna eða um 4,3% af vergri landsframleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×