Björgólfur nýr stjóri hjá Icelandair Group 14. desember 2007 09:49 Björgólfur Jóhannsson. MYND/Anton Brink Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group í stað Jóns Karls Ólafssonar frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Stöð 2 sagði frá þessu í fréttum sínum í gær. Gunnlaugur M. Sigmundsson, formaður stjórnar Icelandair Group, segir að ráðningin sé hluti af skipulagsbreytingum sem ákveðnar voru í haust. Starfi forstjóra hefur verið skipt í tvö störf, annarsvegar að stýra móðurfélaginu og hinsvegar að stýra stærsta dótturfélaginu, Icelandair. „Nú hefur verið ákveðið að fá til félagsins nýjan forstjóra fyrir Icelandair Group, Björgólf Jóhannsson. Björgólfur hefur mikla alþjóðlega stjórnunar- og rekstrarreynslu og við hlökkum til samstarfsins við hann," segir Gunnlaugur. „Jón Karl hefur stýrt Icelandair Group og Icelandair í gegnum miklar umbreytingar á liðnum árum, frá því félagið var hluti af FL Group og þar til nú að það er nú öflugt sjálfstætt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Með nýjum eigendum að félaginu og nýrri stjórn hafa áherslur breyst og því hefur orðið að samkomulagi að leiðir skilji á þessum tímapunkti. Jóni Karli þökkum við góð störf fyrir fyrirtækið á undanförnum árum," segir Gunnlaugur einnig. Björgólfur Jóhannsson verðandi forstjóri Icelandair Group, segir fyrirtækið vera spennandi og atvinnugreinina vaxandi. „Það starfar á mörgum sviðum alþjóðaflugs, flutninga og ferðaþjónustu. Fyrirtækið er sterkt fjárhagslega og býr yfir frábæru starfsfólki sem verður gaman að kynnast og vinna með að áframhaldandi uppbyggingu." Jón Karl segist hafa starfað að krefjandi og skemmtilegum verkefnum fyrir Icelandair Group og áður Flugleiðir í 25 ár. „Félagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og vaxið hratt undir minni stjórn á síðustu tveimur árum. Nú eru nýir aðilar komnir að félaginu með breyttar áherslur og þetta er því góður tími til að kveðja. Ég hef átt því láni að fagna að eignast marga góða vini meðal starfsmanna Icelandair Group og þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið." Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group.MYND/GVA Í tilkynningunni kemur einnig fram að Björgólfur Jóhannsson hafi starfað sem forstjóri Icelandic Group frá því í mars 2006. Fram að því eða frá árinu 1999 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996. Björgólfur var fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996 en þá hafði hann unnið frá 1980 við endurskoðun á Endurskoðunarskrifstofu Sig. Stefánssonar og Endurskoðun Akureyri hf. Björgólfur hefur verið formaður L.Í.Ú. frá árinu 2003. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group í stað Jóns Karls Ólafssonar frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Stöð 2 sagði frá þessu í fréttum sínum í gær. Gunnlaugur M. Sigmundsson, formaður stjórnar Icelandair Group, segir að ráðningin sé hluti af skipulagsbreytingum sem ákveðnar voru í haust. Starfi forstjóra hefur verið skipt í tvö störf, annarsvegar að stýra móðurfélaginu og hinsvegar að stýra stærsta dótturfélaginu, Icelandair. „Nú hefur verið ákveðið að fá til félagsins nýjan forstjóra fyrir Icelandair Group, Björgólf Jóhannsson. Björgólfur hefur mikla alþjóðlega stjórnunar- og rekstrarreynslu og við hlökkum til samstarfsins við hann," segir Gunnlaugur. „Jón Karl hefur stýrt Icelandair Group og Icelandair í gegnum miklar umbreytingar á liðnum árum, frá því félagið var hluti af FL Group og þar til nú að það er nú öflugt sjálfstætt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Með nýjum eigendum að félaginu og nýrri stjórn hafa áherslur breyst og því hefur orðið að samkomulagi að leiðir skilji á þessum tímapunkti. Jóni Karli þökkum við góð störf fyrir fyrirtækið á undanförnum árum," segir Gunnlaugur einnig. Björgólfur Jóhannsson verðandi forstjóri Icelandair Group, segir fyrirtækið vera spennandi og atvinnugreinina vaxandi. „Það starfar á mörgum sviðum alþjóðaflugs, flutninga og ferðaþjónustu. Fyrirtækið er sterkt fjárhagslega og býr yfir frábæru starfsfólki sem verður gaman að kynnast og vinna með að áframhaldandi uppbyggingu." Jón Karl segist hafa starfað að krefjandi og skemmtilegum verkefnum fyrir Icelandair Group og áður Flugleiðir í 25 ár. „Félagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og vaxið hratt undir minni stjórn á síðustu tveimur árum. Nú eru nýir aðilar komnir að félaginu með breyttar áherslur og þetta er því góður tími til að kveðja. Ég hef átt því láni að fagna að eignast marga góða vini meðal starfsmanna Icelandair Group og þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið." Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group.MYND/GVA Í tilkynningunni kemur einnig fram að Björgólfur Jóhannsson hafi starfað sem forstjóri Icelandic Group frá því í mars 2006. Fram að því eða frá árinu 1999 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996. Björgólfur var fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996 en þá hafði hann unnið frá 1980 við endurskoðun á Endurskoðunarskrifstofu Sig. Stefánssonar og Endurskoðun Akureyri hf. Björgólfur hefur verið formaður L.Í.Ú. frá árinu 2003. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira