Viðskipti innlent

Jón Karl rekinn - Björgólfur ráðinn

Björgólfur Jóhannsson tekur við hjá Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson tekur við hjá Icelandair.
Jóni Karli Ólafssyni var sagt upp störfum sem forstjóra Icelandair í dag og Björgólfur Jóhannsson ráðinn í hans stað.

Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö hefur legið fyrir um nokkurn tíma að Jón Karl Ólafsson myndi hætta sem forstjóri Icelandair. Það var þó ekki fyrr en í gær sem helstu eigendur tóku ákvörðun endanlega um að honum yrði vikið úr starfi. Jón Karl, sem staddur er erlendis, vísaði í dag á upplýsingafulltrúa félagsins þegar Stöð tvö leitaði eftir viðtali. Gunnlaugur Sigmundsson, stjórnarformaður Icelandair, neitaði nú síðdegis að tjá sig en vísaði til þess að von væri á tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Orðrómur um brotthvarf Jóns Karls blossaði upp í september þegar hans var ekki getið í nýju skipuriti sem sent var Kauphöll.

Við starfi Jóns Karls tekur Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Ekki náðist í Björgólf nú síðdegis en gert er ráð fyrir að hann verði forstjóri móðurfélagsins Icelandair Group en annar maður verði ráðinn yfir dótturfélagið Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×