Viðskipti innlent

Jón Ásgeir sér möguleika í stöðunni á mörkuðunum

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í samtali við danska blaðið Berlingske í dag að þrengingarnar á fjármálamörkuðum heimsins opni félagi hans, Baugur Group, nýja möguleika á frekari kaupum á fyrirtækjum.

Í samtalinu nefnir Jón Ásgeir meðal annars áhuga Baugs Group á að yfirtaka verslunarkeðjuna Moss Bros en greint hefur verið frá þeim áformum á Vísi.is.

Berlingske segir að í það heila tekið virðist Jón Ásgeir ekki hafa þungar áhyggjur af ástandinu í fjármálaheiminum þar sem vextir hafa hækkað og verð á hlutabréfum hrapað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×