Viðskipti innlent

Byr eykur hlut sinn í bresku fjárfestingarfélagi

Ragnar Guðjónsson er sparisjóðsstjóri Byrs.
Ragnar Guðjónsson er sparisjóðsstjóri Byrs. MYND/Anton

Byr sparisjóður hefur aukið hlut sinn í fjárfestingarfélaginu Shelley Oak í Bretlandi, sem sérhæfir sig í brúarfjármögnun á íbúðarhúsnæði í London og nágrenni. Á Byr nú helmingshlut í félaginu eftir hlutafjáraukninguna.

Í tilkynningu frá Byr segir að Shelley Oak hafi verið stofnað í byrjun ársins og megintilgangur þess er að fjárfesta í fasteignatengdum verkefnum. Félagið veitir ennfremur alhliða ráðgjöf og aðstoð við fasteignakaup og fasteignatengd verkefni.

Auk Byrs eiga Saxbygg, Darren Schindler, framkvæmdarstjóri félagsins, Quarcus, félag í eigu Árna Helgasonar, Peter J. Bennison og breska félagið Fidelity hlut í Shelley Oak.

Auk þess að auka hlut sinn í Shelley Oak hefur Byr stofnað nýtt fjárfestingafélag, Lava Capital, sem einnig mun sinna svipuðum fjármögnunarverkefnum og Shelley Oak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×