Viðskipti innlent

Actavis herjar á Ítalíumarkað

Actavis hefur sett fyrstu lyfin á markað á Ítalíu undir eigin vörumerki. Eftir því sem segir í tilkynningu félagsins hefur það byggt upp starfsemi í landinu frá grunni en skrifstofa þess var opnuð fyrr á árinu skammt frá Mílanó.

Félagið hefur þegar markaðssett 20 lyf á Ítalíu en 200 verkefni eru í þróun og skráningu. Eftir töluverðu er að slægjast fyrir Actavis því ítalski markaðurinn er sá fjórði stærsti sem Actavis starfar á í Evrópu, en Ítalir telja rúmar 58 milljónir.

Haft er eftir Róbert Wessmann, forstjóra Actavis, að ítalski samheitalyfjamarkaðurinn fari stækkandi, ekki síst sala samheitalyfja sem seld séu undir vörumerki. „Vöxturinn hefur verið mældur í tveggja stafa tölum á undanförnum árum. Við gerum ráð fyrir að setja á markað meira en 70 lyf á Ítalíu á næsta ári."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×