Viðskipti innlent

Spá um 5,6% verðbólgu í desember

Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% milli nóvember og desember en Hagstofa Íslands birtir vísitöluna í fyrramálið.

Í verðbólguspá sem birt var 23. nóvember gerði greiningin við ráð fyrir 0,4% hækkun í desember og telur ekki ástæðu til að endurskoða þá spá. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga hækka úr 5,2% í 5,6%.

Spáð er að ársverðbólga muni ná hámarki að þessu sinni í desember en haldast nálægt því allan 1. ársfjórðung næsta árs og taki að minnka eftir því sem líður á árið.

Hækkun húsnæðisverðs leiddi hækkun vísitölunnar í nóvember eftir að hafa hækkað hressilega í október. Vísbendingar eru um að hækkun húsnæðisverðs sé öllu skaplegri í nóvember og verði nálægt hálfri prósentu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×