Viðskipti innlent

Hlutafjárútboð FL Group hafið

FL Group hyggst auka hlutafé félagsins með lokuðu útboði til fjárfesta og er stefnt að því að selja hlutafé fyrir allt að 10 milljarða króna.

Tilgangur útboðsins er að styrkja eiginfjárgrunn félagsins og breikka hluthafahópinn í samræmi við tilkynningu félagsins frá 4. desember síðastliðnum um kaup á eignarhlutum í fasteignafélögum og -sjóðum í Evrópu. Hlutafjárútboðið er hafið og tekur fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings við tilboðum fram til kl. 16.00 á föstudag.

FL hyggst bjóða nýtt hlutafé fyrir allt að 10 milljarða króna. Hver hlutur verður seldur á 14,7 krónur og er því um að ræða allt að 680.272.109 nýja hluti, sem jafngildir um 7,36% aukningu á hlutafé félagsins. Verði eftirspurn í útboðinu verulega umfram 10 milljarða króna, verður hlutafjárútboðið stækkað um allt að 5 milljarða króna. Í því skyni verða gefnir út allt að 239.727.891 nýir hlutir til viðbótar og að auki seldir allt að 100.408.163 hlutir sem eru í eigu félagsins.

Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. hefur umsjón með útboðinu. Stjórn FL mun í samráði við Kaupþing úthluta seldum hlutum og áskilur sér rétt til að hafna einstökum áskriftum að hluta til eða öllu leyti. Tilkynnt verður um niðurstöður útboðsins eigi síðar en kl. 9 árdegis mánudaginn 17. desember






Fleiri fréttir

Sjá meira


×