Viðskipti innlent

Vilhjálmur vill að stýrivextir verði lækkaðir strax

MYND/AP

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki spurningu að Seðlabanki Íslands eigi að hefja vaxtalækkunnarferli sitt strax í þessum mánuði.

Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er eftir rúma viku og nú telja margir að lag sé á fyrir bankann að hefja boðað vaxtalækkunarferli sitt en það átti að hefjast um mitt næsta ár.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að í sínum huga sé það ekki spurning að Seðlabankinn ætti að lækka stýrivexti sína í þessum mánuði og það töluvert.

Bent er á að bólan á hlutafjármarkaðinum frá því fyrr á árinu sé sprungin og að spár gera nú ráð fyrir að verð á fasteignum hækki ekki á næsta ári. Vilhjálmur segir að það séu því kjöraðstæður fyrir Seðlabankann að hefja boðað vaxtalækkunnarferli sitt strax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×