Viðskipti innlent

Jón Örn Guðbjartsson hjá HÍ

Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri hjá HÍ.
Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri hjá HÍ.
Jón Örn Guðbjartsson hefur tekið við starfi sem markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands en hann starfaði áður sem fréttamaður á Stöð 2. Í starfinu felst yfirstjórn innri og ytri markaðs- og kynningarmála, fjölmiðlasamskipta, útgáfumála, viðburða og vefmála Háskóla Íslands.

Jón Örn útskrifaðist á árinu með MBA gráðu með áherslu á netviðskipti frá United International Business School í Barcelona auk MA gráðu í almannatengslum og viðskiptasamskiptum frá sama skóla. Þá hefur Jón Örn einnig MA gráðu í íslenskum bókmenntum og BA gráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands.

Jón Örn hefur starfað við markaðsstjórn og almannatengsl í rúman áratug, m.a. hjá Streng hf, Landsteinum, Hugviti hf. og EC Software. Hann hefur einnig starfað við markaðs-, rekstrar- og upplýsingatækniráðgjöf auk þess að starfa sem blaða- og dagskrárgerðarmaður. Samhliða sviðsstjórastarfi hjá markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands sinnir Jón Örn stundakennslu við MBA deild United International Business School, m.a. á sviði netmarkaðssetningar og upplýsingamála.

Jón Örn er kvæntur Rut Gunnarsdóttur lögfræðingi hjá Fjármálaeftirlitinu og eiga þau saman tvö börn, en fyrir á Jón Örn tvær dætur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×