Viðskipti innlent

Viðskipti með bréf í Atlantic Airways hefjast í dag

Viðskipti með bréf flugfélagsins P/F Atlantic Airways munu hefjast í dag, mánudaginn 10. desember kl. 10.00. Athöfnin mun fara fram í Færeyjum.

P/F Atlantic Airways er alþjóðlegt flugfélag staðsett í Sørvág í Færeyjum. Félagið var stofnað í nóvember 1987. Meginstarfsemi félagsins felst í áætlunar- og leiguflugi, en félagið rekur skrifstofur í Færeyjum og Danmörku með 187 starfsmönnum.

Atlantic Airways er 37. félagið til að skrá bréf sín á aðalmarkað OMX Nordic Exchange á þessu ári.

„Við erum mjög ánægð með að taka Atlantic Airway til viðskipta í Nordic Exchange. Við erum þess fullviss að þessi „lending" félagsins á verðbréfamarkaðnum geri því kleift að „hefja sig til flugs" með glæsibrag í framtíðinni. Færeysk félög hafa verið í mikilli sókn í kjölfar einkavæðingar stjórnvalda og þessi skráning er vísbending um þá möguleika sem þau sjá á markaðnum," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×