Viðskipti innlent

365 lækkaði mest annan daginn í röð

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður 365 miðla.
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður 365 miðla.

Líkt og undanfarna daga var eitthvað um rauðar tölur við lokun Kauphallar í dag. 365 sem meðal annars rekur vísir.is lækkaði mest annan daginn í röð. Félagið lækkaði um 2,51% og stendur gengi félagsins nú í 1,94.

Century Aluminum Company hækkaði mest í dag eða um 2,16%. Mest voru viðskipti með bréf í Kaupþingi.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,56% í dag og stendur því í 6416 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×