Dregur úr væntingum vestanhafs 27. nóvember 2007 15:32 Bandarískir neytendur eru svartsýnni en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir. Mynd/AFP Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Inn í þverrandi væntingar nú spilar hækkandi olíuverð samhliða horfum á áframhaldandi samdrætti á fasteignamarkaði í skugga verra aðgengis að lánsfé nú en áður, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Bloomberg hefur eftir markaðsaðilum að þetta geti verið vísbending um að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Þetta gæti þrýst á að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar. Gengi það eftir væri það þvert á yfirlýsingar seðlabankans, að sögn Bloomberg. Niðurstöðurnar virðast ekki hafa haft mikil áhrif á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum, sem lækkaði talsvert í gær. Að sögn bandarískra fjölmiðla vegur þyngra að Citigroup, einn stærsti banki landsins, tryggði sér fjármögnun með sölu á 4,9 prósenta hlut til fjárfestingasjóðs í Abu Dhabí, sem greint var frá í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Inn í þverrandi væntingar nú spilar hækkandi olíuverð samhliða horfum á áframhaldandi samdrætti á fasteignamarkaði í skugga verra aðgengis að lánsfé nú en áður, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Bloomberg hefur eftir markaðsaðilum að þetta geti verið vísbending um að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Þetta gæti þrýst á að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar. Gengi það eftir væri það þvert á yfirlýsingar seðlabankans, að sögn Bloomberg. Niðurstöðurnar virðast ekki hafa haft mikil áhrif á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum, sem lækkaði talsvert í gær. Að sögn bandarískra fjölmiðla vegur þyngra að Citigroup, einn stærsti banki landsins, tryggði sér fjármögnun með sölu á 4,9 prósenta hlut til fjárfestingasjóðs í Abu Dhabí, sem greint var frá í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira