Viðskipti innlent

Hagnaður Icelandair dregst saman á milli ára

MYND/Pjetur

Hagnaður Icelandair á þriðja ásfjórðungi nam 2,1 milljarði króna sem er 400 milljónum króna minni hagnaður en á sama ársfjórðungi í fyrra. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu til Kauphallar Íslands. Tekjur félagsins á ársfjórungnum námu 20 milljörðum sem er hálfum milljarði króna meira en í fyrra.

Þegar horft er til fyrstu níu mánaða ársins nemur hagnaðurinn einum milljarði en það er rúmum tveimur milljörðum króna minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þrátt fyrir að heildartekjur hafi aukist um nærri fimm milljarða krón á milli ára. Eignir Icelandair námu nærri 70 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs en þær voru nærri 77 milljaðar í lok síðasta árs.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir afkomuna á þriðja ársfjórðungi undir væntingum en hins vegar stefni í að árið verði það þriðja besta frá upphafi, en síðasta ár var það besta í sögu félagsins. Þá séu spennandi tímar fram undan því félagið hafi keypt tvö mið-evrópsk flugfélög í örum vexti til þess að styrkja undirstöður félagsins og víkka út starfsemina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×