Viðskipti innlent

Samþykkt að afskrá Vinnslustöðina

Á hluthafafundi í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum í gærdag var samþykkt að afskrá félagið úr kauphöllinni.

Á fundinn mættu hluthafar sem fóru með 99,57% af virku hlutafé félagsins. Stjórn lagði fram eftirfarandi tillögu: "Almennur hluthafafundur Vinnslustöðvarinnar hf. haldinn þann 8. nóvember 2007

samþykkir ákvörðun stjórnar félagsins að óska eftir að hlutabréf í

Vinnslustöðinni hf. verði afskráð af OMX Nordic Exchange Iceland hf. "

Alls voru hluthafar að nær 100% af hlutafé mættir. 61% greiddi atkvæði með tillögunni, 33% voru á móti og 5,5% skiluðu auðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×