Handknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag úrvalslið umferða 1-7 í N-1 deild karla í handbolta. Það var Agustas Strazdas hjá HK sem var valinn besti leikmaður umferðanna.
Úrvalsliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Björgvin Gústafsson - Fram, Gunnar Jóhannsson - Stjörnunni, Goran Gusic - Akureyri, Ólafur Víðir Ólafsson - Stjörnunni, Einar Ingi Hrafnsson - Fram, Jóhann Einarsson - Fram og Agustas Strazdas.
Þá voru þeir Valgeir Ómarsson og Þorlákur Kjartansson kosnir bestu dómararnir í umferðunum og lið Stjörnunnar verðlaunað fyrir bestu umgjörðina.