Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Stuttmynd ársins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
ANNA
Ung stúlka með tourette einkenni hyggst bjóða pilti í kaffi en lendir í miklum vandræðum. Catherine Baldwin og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk í myndinni.

Leikstjóri - Helena Stefánsdóttir.

Framleiðandi - Arnar Steinn Friðbjarnarson. Framleiðslufyrirtæki - Undraland kvikmyndir ehf.

BRÆÐRABYLTA
Tveir samkynhneigðir bændur og glímumenn í afskekktri sveit sem eiga í leynilegu ástarsambandi. Halldór Gylfason og Björn Ingi Hilmarsson leika aðalhlutverk.

Leikstjóri og framleiðandi - Grímur Hákonarson. Framleiðslufyrirtæki - Hark ehf.

SKRÖLTORMAR
Miðaldra maður sem vinnur á bílasölu fær einn daginn þá flugu í höfuðið að kaupa sér kúrekastígvél. Sú hugdetta á eftir að draga dilk á eftir sér. Jóhann Sigurðarson leikur aðalhlutverk, en Rúnar Júlíusson kemur fram í myndinni.

Leikstjóri - Hafsteinn G. Sigurðsson

Framleiðendur - Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson, Hreinn Beck og Hafsteinn G. Sigurðsson. Framleiðslufyrirtæki - Mystery Island ehf.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×