Viðskipti innlent

Pétur frá Glitni til Símans

Pétur Þ. Óskarsson, forstöðumaður kynningarmála hjá Glitni, hefur verið framkvæmdastjóri samskiptasviðs Skipta, móðurfélags Símans, Skjásins, Mílu, Þjónustufyrirtækisins Já og fleiri félaga.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá Skiptum mun Pétur stjórna samskiptum félagsins við fjölmiðla, markaðsaðila og fjárfesta á Íslandi og erlendis en eins og kunnugt er stendur til að skrá félagið á markað á næstu mánuðum. Pétur tekur sæti í framkvæmdastjórn Skipta og mun einnig starfa að stefnumótun félagsins í samstarfi við forstjóra Skipta, Brynjólf Bjarnason.

Pétur hefur undanfarin tvö ár gegnt starfi forstöðumanns kynningarmála Glitnis. Hann lauk BA-prófi í heimspeki við Háskóla Íslands og MBA-prófi frá Fordham-háskóla í New York með áherslu á markaðsfræði og stjórnun og rekstur fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×