Hráolíuverð yfir 90 dali á tunnu í fyrsta sinn 19. október 2007 00:18 Olíudropinn hefur hækkað snarlega í vikunni. Mynd/AFP Hráolíuverð í framvirkum samningum fór yfir níutíu bandaríkjadali á tunnu til skamms tíma á fjármálamörkuðum í gærkvöldi en það er hæsta verð sem tunnan hefur nokkru sinni farið í. Olíuverðið hefur hækkað talsvert í vikunni og snert methæðir dag eftir dag. Helsta ástæðan fyrir hækkanaferlinu er vaxandi spenna í málefnum Tyrkja og Kúrda í Norður-Írak auk þess sem gengi bandaríkjadals hefur lækkað nokkuð gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, fór í 90,02 dali á tunnu í rafrænum viðskiptum til skamms tíma í gærkvöldi en lækkaði skömmu síðar og endaði í 89,60 dölum á tunnu. Þetta er rúmlega tveggja dala hækkun á milli daga. Greinendur sögðu í samtali við fréttastofuna Associated Press í kvöld, að fátt styddi við viðlíka hækkun á olíuverðinu enda væri nægt framboð til að sinna eftirspurn og vísuðu til þess að ennfremur hafi olíubirgðir í Bandaríkjunum aukist á milli vikna en það valdi því iðulega að heimsmarkaðsverð á hráolíu lækki. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hráolíuverð í framvirkum samningum fór yfir níutíu bandaríkjadali á tunnu til skamms tíma á fjármálamörkuðum í gærkvöldi en það er hæsta verð sem tunnan hefur nokkru sinni farið í. Olíuverðið hefur hækkað talsvert í vikunni og snert methæðir dag eftir dag. Helsta ástæðan fyrir hækkanaferlinu er vaxandi spenna í málefnum Tyrkja og Kúrda í Norður-Írak auk þess sem gengi bandaríkjadals hefur lækkað nokkuð gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, fór í 90,02 dali á tunnu í rafrænum viðskiptum til skamms tíma í gærkvöldi en lækkaði skömmu síðar og endaði í 89,60 dölum á tunnu. Þetta er rúmlega tveggja dala hækkun á milli daga. Greinendur sögðu í samtali við fréttastofuna Associated Press í kvöld, að fátt styddi við viðlíka hækkun á olíuverðinu enda væri nægt framboð til að sinna eftirspurn og vísuðu til þess að ennfremur hafi olíubirgðir í Bandaríkjunum aukist á milli vikna en það valdi því iðulega að heimsmarkaðsverð á hráolíu lækki.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira